Þjónusta okkar og heilla ráð

Við hjá Begga Design saumum og framleiðum allar okkar flíkur á lítilli saumastofu í Madríd, Spáni, við leggjum mikinn metnað í hverja flík og saumum aðeins takamarkað upplag hverri tegund. Einnig vinnum við aðeins með fyrsta flokks gæða efni í framleiðslu okkar.

Stærðirnar í brúðarlínunni okkar spanna frá stærðum 36 til 48 (Spænskar stærðir) og frá XS til XL.
Einnig erum við með undirfata línu frá fyrsta flokks Spænskum framleiðendum, handgert hár skraut, slör, vandaða skó og annað til sölu í Sýningar og mátunar rými okkar til húsa á Laugavegi 168, Reykjavík.

Ef flíkin þín þarfnast einhverra lagfæringa til að passa þér betur, þá erum í samstarfi við færar saumakonur sem við getum bent þér á. Kostnaður við lagfæringar er ekki greiddur af Begga Design, nema þá að um galla sé að ræða.

Pantaðu brúðarkjólinn með fyrirvara
Ef það er eitthvað sem ekki má klikka þá er það brúðarkjóllinn. Vertu viss um að panta hann tímalega til öryggis. Við hjá Begga Design gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma flíkunum til þín sem fyrst. En það getur alltaf eithvað komið uppá, flíkin tímabundið uppseld, efnið getur verið uppselt, sendingin getur tekið aðeins lengri tíma en áætlað er, tollurinn getur tekið meiri tíma en venjulega. Hafðu í huga að Begga Design starfar út frá Madríd á Spáni og allar vörur eru sendar þaðan. Meðal tími fyrir pöntun er c.a. einn og hálfur mánuður til tveir mánuðir. Við gerum þó okkar besta til að sinna neyðartilfellum 🙂

Verslaðu rétta stærð af brúðarkjólum og flíkum
Margar brúðir ætla sér að missa nokkur kíló fyrir daginn stóra, kaupa of litla flík og passa svo ekki í hana. Passaðu að kaupa ekki of lítinn kjóll/pils/blússu. Kauptu frekar rétta stærð og láttu svo þrengja á þig. Það er alltaf hægt að þrengja flík, en það er ekki hægt að stækka hana. Ef þú þarft að láta laga flíkina á þig þá er best er að panta tíma hjá saumakonu með góðum fyirvara og að hafa flíkina tilbúna ekki seinna en tveimur vikum fyrir brúðkaupið. Passa svo að missa ekki nokkur kíló af stressi rétt fyrir brúðkaupið.
Ef málin þín eru mjög frábrugðin standard stærðinni okkar þá skalt þú kaupa stærðina eftir stærri málum þínum, það er svo hægt að þrengja flíkina þar sem þörf er á. Þegar þú tekur málin þín, taktu þau þá aðeins rúmlega, ekki strekkja málmbandið að líkamanum. Frekar að geta komið tveimur fingrum á milli.

Láttu falda brúðarpilsið/brúðarkjólinn við skónna sem þú verður í.
Það er fallegast að láta falda kjólinn eða pilsið sem þú giftir þig í við brúðarskóna, þannig ertu alveg viss um að síddin sé fullkomin, ekki of síð og ekki of stutt. Það kemur ekki vel út þegar pilsið/kjóllin er of stutt og það er mjög óþægilegt að pilsið/kjóllinn sé of síður því þá getur þú hrasað um hann.

Vertu í þægilegum skóm
Hafðu jafnvel skó til skiptana. Þú átt langann dag og jafnvel nótt fyrir höndum. Háir hælar gera alltaf mikið fyrir útlitið og stílisera vöxtinn, en þú átt eftir að þurfa ad standa og spjalla og svo viltu kanski líka dansa og skemta þér. Þannig að of háir og of nýjir skór geta eyðilagt allt gamanið. Svo er alls ekki vitlaust að ganga brúðarskónna svolítið til fyrir brúðkaupsdaginn. Ekki nota þá í fyrsta skipti daginn sem þú giftir þig. Það getur verið gott að nota þá heima af og til í svona eina til tvær vikur fyrir brúðkaupið.

Veldu þér hentug undirföt
Þau þurfa ekki endliega að vera hvít, oft getur húðlitur verið hentugri. Passaðu uppá að hlýrar sjáist helst ekki, nema að þú sért þá í gegnsærri flík og það sé óumflýjanlegt. Einnig að þau geri eithvað fyrir þig, geri til dæmis fallegri barm og passi undir kjólinn eða flíkina sem þú ert í. Og svo þarf auðvitað ekki að nefna að nærbuxur geri ekki far sem sést ef thú ert í pilsi eða kjól sem fellur þétt að líkamanum. Í þeim tilfellum getur jafnvel verið hentugt að vera í einhverskonar aðhalds undirfatnaði.
Sokkabuxur geta líka gert far á framanverðum kvið þannig að oft er fallegra að vera í háum sokkum með sílicon rönd ef þú þarft á annað borð að vera í sokkum eða sokkabuxum.

Mátaðu allt dressið nokkrum dögum fyrir brúðkaupið
Allt dressið, með undirfatnaði, skóm, fylgihlutum alveg eins og þú ætlar þér að vera á brúðkaupsdaginn, bara til að vera viss um að allt sé ok og til að hafa þá tíma til þess að laga ef eithvað er ekki eins og það á að vera.