Komdu að máta/skoða

 

Verslun okkar á Laugavegi hefur nú verið lokað.

Tímapantanir í mátun þarf að panta sérstaklega, það er hægt að gera í síma 699 4603 eða í gegnum facebooksíðu okkar Begga Design. Einnig er hægt að senda email á info@beggadesign.com

 

Til að fá sem mest útúr mátuninni þinni langar okkur að veita þér nokkur ráð. Það er mjög mikilvægt að þér líði sem best, þannig að það hjálpar mikið til að koma vel undirbúin. Vel til höfð, snyrtileg, koma í góðum brjósthaldara sem styður vel við, og ef hægt er, að hann sé svipaður þeim sem þú ætlar þér að nota á brúðkaupsdaginn þinn og í ljósum lit.
Forðist að koma í dökkum brjósthaldara eða íþrótta brjósthaldara því það getur verið mjög truflandi.

Vinsamlegast ekki koma með varaliti, meik, púður eða vera ný komnar úr sprey-tan, þar sem það setur bletti í fötin hjá okkur. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að reynsla ykkar allra sem komið til okkar sé sem ánægjulegust og því viljum við halda öllum flíkunum okkar í topp standi fyrir ykkur og þær sem á eftir ykkur koma.

 

Það að prufa og máta sem flestar típur af kjólum mun hjálpa þér að finna hvað hentar þér best svo þú endir örugglega í þínum fullkomna kjól með þinn persónulega stíl og vöxt í huga.

Hlökkum til að taka á móti þér ♥