Komdu að máta/skoða

Viltu koma að skoða og máta brðúðarkjóla hjá okkur?

Verslunin okkar á  Laugavegi 168 (gengið inn á hlið) er opin alla þriðjudaga frá  14:00 til 18:00. Aðra daga sinnum við mátunum.

Tímapantanir í mátun þarf að panta sérstaklega, það er hægt að gera í síma 699 4603 eða í gegnum facebooksíðu okkar Begga Design. Einnig er hægt að senda email á info@beggadesign.com

Fyrsta mátun hjá okkur kostar 6.500kr. Það gjald fellur niður ef þú verslar kjóilnn þinn hjá okkur. Aðrar mátanir þar á eftir kosta 3,500kr.

Ef þú kaupir hjá okkur kjólinn þinn í fyrstu mátuninni þinni þá færðu 10% heildar afslátt af þeim vörum sem þú kaupir.

Til að fá sem mest útúr mátuninni þinni langar okkur að veita þér nokkur ráð. Það er mjög mikilvægt að þér líði sem best, þannig að það hjálpar mikið til að koma vel undirbúin. Vel til höfð, snyrtileg, koma í góðum brjósthaldara sem styður vel við, og ef hægt er, að hann sé svipaður þeim sem þú ætlar þér að nota á brúðkaupsdaginn þinn og í ljósum lit.
Forðist að koma í dökkum brjósthaldara eða íþrótta brjósthaldara því það getur verið mjög truflandi.

Vinsamlegast ekki koma með varaliti, meik, púður eða vera ný komnar úr sprey-tan, þar sem það setur bletti í fötin hjá okkur. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að reynsla ykkar allra sem komið til okkar sé sem ánægjulegust og því viljum við halda öllum flíkunum okkar í topp standi fyrir ykkur og þær sem á eftir ykkur koma.

Ekki hafa áhyggjur af því að koma með ykkar egin skó, við erum með skó sem við notum í mátun hjá okkur.

Við sinnum aðeins einni í einu í hverri mátun þannig að þú hefur okkur alveg útaf fyrir þig. Endilega komdu með mömmu/systur/vinkonur með þér sem ráðgjafa ef þú vilt. Það getur verið gott að fá álit annara svo er þetta líka skemtileg lífsreynsla sem getur verið gaman að deila með þínum nánustu. Við tökum vel á móti ykkur í kósý stofunni okkar og bjóðum ykkur léttar veitingar, freyðivín og konfekt, svo upplifun ykkar allra hjá okkur verði sem eftirminnilegust.

Það að prufa og máta sem flestar típur af kjólum mun hjálpa þér að finna hvað hentar þér best svo þú endir örugglega í þínum fullkomna kjól með þinn persónulega stíl og vöxt í huga.

Hlökkum til að taka á móti þér ♥