Hvað hentar mér?

Þegar kemur að því að velja brúðarkjól er gott að hafa í huga hvernig vaxtarlag brúðarinnar er til þess að velja línu sem fer vel og dregur fram það besta og þá jafnvel hylur gallana ef svo má að orði komast.

Vaxtalagi kvenna er oft skipt í 4 flokka, A-laga, V-laga, I-laga og X-laga

A-laga vaxtarlag: Neðri hluti líkamans er breiðari en efri hlutinn. Það er að segja, mjaðmirnar eru breiðari en axlirnar, rassinn kúlulaga og mittið vel greinilegt.
Sterku hliðar þínar eru axlir og búkur.
Leggðu áherslu á: Mitti og handleggi og bættu “volume” á axlasvæðið og efri búk.
A týpan lítur best út í kjólum sem draga athygli að öxlum og mitti. Hálsmálin sem fara A-týpunni best eru: Hlýralaus hálsmál, Djúp V-hálsmál, rúnuð hálsmál, flegin lafandi hálsmál, einnig pífur á oxlum eða á hálsmálum. Einnig henta vel A-laga pils mjog vel.

V-laga vaxtarlag. Axlir og brjóst eru breiðari en mitti og mjaðmir.
Sterku hliðar þínar eru fótleggirnir.
Leggðu áherslu á neðri hluta líkamans, frá mitti og niður. dragðu athyglina frá efri búk og öxlum. Allar týpur af síðum pilsum, með hátt eða lágt mitti og þá sérstaklega flíkur sem undirstrika mittið fara einstaklega vel.
Forðastu að klæðast toppum með spagettí hlýrum og svo kölluðum “boat neckline” eða háum hálsmálum sem liggja beint og þvert yfir hálsmálid.

I-laga vaxtarlag. Axlir mitti og mjaðmir eru svipuð á breidd.
Sterku hliðar þínar eru handleggir og fótleggir. Dragðu athyggli að þeim og einnig getur verið hentugt að búa til “volume” til dæmis yfir brjóstin.
Getur farið vel að vera í “sweetheart” top og þá pilsi sem er vítt og með “volume” eða öfugt, vera í niður þröngu pilsi og þá blússu sem er með meira “volume” til dæmis rykkt eða með pífum. Einnig er mjög fallegt fyrir I-vaxtarlag að undirstrika mittið með beltum.
Það sem fer þér vel eru rúnuð hálsmál, hjartalaga hálsmál til að búa til línur (cúrvur).
Rykkingar á réttum stöðum.
Einnig er hentugt að vera í góðum brjósthaldara til að fá fallega brjóst línu.

X-Laga vaxtarlag. Axlir og mjaðmir eru svipuð á breidd en mittið grennra.
Sterku hliðar þínar eru kvennlegu línurnar þínar. Þannig að dragðu athygli að þeim.
V hálsmál fara X vextinum mjög vel og sömuleiðis eru sweetheart hálsmál mjög hentug. Dragðu athygli að mittinu með beltum, einnig fara A lagaðir kjólar mjög vel.
Ekki fela línurnar þínar með baggy fötum, vertu í góðum brjósthaldara sem gerir barminn fallegri. Vertu í aðsniðnum kjólum, pils með háu mitti fara þér vel

Mikilvægast af öllu er þó að þú dragir fram það sem þér líkar í vexti þínum. Ertu með fallega handleggi og axlir, vertu þá í hlýra lausum topp eða blússu sem sýnir þessa líkamshluta, vertu jafnvel með hálsmen se dregur athyglina að þessum stöðum. Eða ertu með fallega fótleggi, vertu þá jafnvel í stuttum kjól og þá jafnvel í efri hluta með ermum til að sýna kanski ekki of mikið af holdi. Aðhaldsfatnað er líka gott að hafa í huga og þá ekki bara fyrir stærri stærðir. Hann gerir alltaf meira “smooth“ líkamslínu.