Ég á til með að deila nokkrum myndum frá yndislega brúðkaupsdeginum okkar þar sem ég var svo innilega heppin að finna kjól frá ykkur til að skarta. Mig langar að senda ykkur innilegar þakkir fyrir allt saman. Það var yndisleg stund þegar ég og Ása vinkona mín völdum kjólinn. Gugga þú ert engum lík, frábær þjónusta og það var svo gaman hjá okkur þökk sé þér. Það er svo sannarlega partur af öllu ferlinu að velja kólinn og gaman að upplifa svona frábæra þjónustu eins og er í sætu búðinni ykkar. Kærar þakkir fyrir mig. Sendi hér nokkrar myndir í viðbót þannig að þið getið valið úr. Þúsund þakkir fyrir mig! Kær kveðja, Gerður Beta

Gerður Beta

„Ég og maðurinn minn ákváðum með frekar stuttum fyrirvara að gifta okkur loksins núna í sumar. Þar sem ég er með frekar ákveðnar skoðanir þá hafði maðurinn minn áhyggjur af því að ég myndi ekki finna mér kjól á þeim tíma sem við höfðum fram að brúðkaupi. Það var einmitt hann sem vísaði mér á ykkur. Ég pantaði mér tíma í mátun og þar hitti ég Guggu í fyrsta skiptið. Upplifunin af mátuninni var meiriháttar, andrúmsloftið, þjónustan og allt sem tengdist heimsókninni var algjörlega framúrskarandi. Þetta var pínu eins og að vera stödd í amerískri kvikmynd, eitthvað sem allar brúðir ættu að upplifa. Kjóllinn sem ég keypti var meiriháttar, þjónustan í hæsta gæðaflokki og stelpurnar (Gugga og Berglind) algjörar perlur með góða nærveru. Það er óhætt að segja að ég hafi verið einstaklega heppin að hafa rambað inn til ykkar. Get ekki annað en mælt, að öllu leyti, með Beggu Design fyrir verðandi brúðir.“ Takk fyrir mig, Linda

Linda

Ég og maðurinn minn giftum okkur í laumi í Svíþjóð. Ég var búin að fylgjast með Beggu design í 2 ár og vissi strax að eg vildi kjól þaðan. Þar sem við giftum okkur í laumi mætti ég ein í brúðakjólamatun. Fannst svolítið óþægilegt að fara ein og fa enga hjálp frá vinkonum. En þær áhyggjur flugu út um gluggann þegar ég mætti til ykkar. Guðbjörg tók svo vel á móti mér, mér fannst ég vera með bestu vinkonu mína með mér. Hún var hreinskilin og sagði sínar skoðanir hvað passaði mér og hvað ekki. Saman fundum við minn draumakjól. Mér leið eins og prinsessu og sveif um á bleiku skýji!
Mæli svo innilega með Beggu design! Ótrulega góð þjónusta og dásamleg dress og kjólar!
Hér fylgja nokkrar myndir ur myndatökunni sem sýna kjólinn!
P.s. Allir hafa hrósað mér hvað kjóllinn var fallegur, eins og álfadrottning! ? Takk! Takk! Takk! Þið eruð best!

Katrín Björg

„Þegar við komum á opið hús hjá Beggu Design féllum við algjörlega fyrir fallegri og rómantískri hönnun. Við vorum dressaðar upp frá toppi til táar auk þess sem Begga saumaði kjól á eldri dótturina sem fékk líka draumakjólinn sinn. Þjónustan var yndisleg og til fyrirmyndar. Viðmótið var hlýtt og gott og okkur leið ávallt vel þegar við mættum í mátun. Við erum alsælar með allt frá upphafi til enda og gefum okkar bestu meðmæli. Love H&A“

A
Adda and Hulda

„Takk fyrir frábæra þjónustu elsku Begga design, ég hef verið spurð ansi oft hvaðan kjólinn er, ekki furða því hann er dásamlega fallegur ❤ Korsilettið, kjólinn og beltið allt svo fullkomið saman. Verst að maður noti þennan fallega grip ekki aftur. Kær kveðja Anna Margrét.“

A
Anna Margrét

„Þegar ég kom á fyrstu opnun Begga Design féll ég algjörlega fyrir hversu fallegir og rómantískir kjólarnir voru. Ég fékk frábæra og persónulega þjónustu og gæti ég ekki hafa verið heppnari. Ég hef annsi oft verið spurð hvaðan kjóllinn minn er, það er ekkert skrýtið því hann er dásamlega fallegur. Ég get ekki annað en mælt 100% með Beggu Design fyrir verðandi brúðir. Takk kærlega fyrir mig. Kær kveðja, Guðrún Erla“

Guðrún Erla