Komdu að skoða

Viltu koma að skoða og  máta brúðarkjóla hjá okkur?
Pantaðu tíma hjá Sigrúnu í síma: 7756403 og við tökum vel á móti þér í glæsilegu sýningar og mátunarrými okkar á Laugavegi 168 (Nóatúnsmegin).
Mátunargjald fyrir fyrstu mátun hjá okkur er 3900 kr og ef þú verslar hjá okkur gengur það uppí verðið á kjólnum þínum. Aðrar mátanir þar á eftir kosta 2500 kr.

Við sinnum aðeins einni í mátun í einu þannig að þú hefur okkur alveg útaf fyrir þig og þér er velkomið að taka vinkonurnar með því það er nóg pláss. Einnig bjóðum við uppá freiðivín og konfekt í kósý umhverfi svo reynslan sé ógleymanleg fyrir ykkur allar.
Það að koma að skoða og máta getur hjálpað þér við að finna út hvað hentar þínum persónulega stíl og vexti best.
Svo er þetta líka bara rosalega gaman!

Sjáumst ♥