Komdu að máta/skoða

Viltu koma að skoða og  máta brúðarkjóla hjá okkur?

Ef þú vilt koma og skoða úrvalið hjá okkur þá er verslunin okkar er opin alla fimmtudaga frá 14:00 til 18:00. Til húsa að Laugavegi 168 (Nóatúnsmegin).

Tímapöntunum í mátun sinnir Guðbjörg í síma: 8930893. Við tökum vel á móti þér í glæsilegu verslun/mátunarrými okkar á Laugavegi 168 (Nóatúnsmegin).
Mátunargjald fyrir fyrstu mátun hjá okkur er 6500 kr og ef þú verslar hjá okkur gengur það uppí verðið á kjólnum þínum. Aðrar mátanir þar á eftir kosta 3500 kr.

Til þess að fá sem mest út úr mátuninni þinni er gott að hafa nokkra hluti í huga.

Það er mikilvægt að koma í undirfatnaði sem svipuðustum þeim sem þú verður í á brúðkaupsdaginn, ljósum að lit og sem styður vel við barminn. Dökk undirföt, sérstaklega brjósthaldarar trufla mjög mikið og erfitt getur verið að gera sér grein fyrir lokaútkomunni þar sem þeir sjást í gegnum vel flestar flíkur.

Við viljum einnig biðja ykkur sem komið til okkar að vinsamlegast ekki koma með varalit, meik eða vera ný komnar úr sprey tan þar sem það setur lit í flíkurnar hjá okkur og við viljum að allt sé í topp standi fyrir ykkur allar sem komið til okkar.

Ekki hafa áhyggjur af því að koma með skó, við erum með nokkur mátunar pör hjá okkur.

Við sinnum aðeins einni í mátun í einu þannig að þú hefur okkur alveg útaf fyrir þig og þér er velkomið að taka vinkonurnar með því það er nóg pláss. Einnig bjóðum við uppá freiðivín og konfekt í kósý umhverfi svo reynslan sé ógleymanleg fyrir ykkur allar.

Það að koma að skoða og máta getur hjálpað þér við að finna út hvað hentar þínum persónulega stíl og vexti best.
Svo er þetta líka bara rosalega gaman!

Sjáumst ♥