Brúðarkjólar by Begga

Begga Bridals er Íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir Brúðarfatnað. Allar flíkur í brúðarkjóla línu Begga Bridals eru hannaðar, og saumaðar á litlu vinnustofunni okkar í Madrid. Þaðan sendum við svo flíkurnar til Íslands.
Við erum „ready to wear“ brúðarkjóla fyrirtæki og við reynum eftir mesta megni að eiga flest allar vörurnar okkar á lager svo viðskiptavinir okkar geti gengið inn og keypt brúðardressið sitt samdægurs, án þess að þurfa að bíða eða panta. Það getur þó alltaf gerst að ekki séu til hjá okkur allar stærðir og að það þurfi að panta flík. Þá getur það ferli tekið frá 2. vikum til 2. mánuði að afgreiða, en það fer mikið eftir hversu annarsamt er hjá okkur hverju sinni.
Við reynum eftir mesta megni að koma til móts við viðskiptavini okkar varðandi smávægilegar breytingar á flíkum, eins og til dæmis, ermasídd, sídd á flík, breytingu á lit og þess háttar. Annað er samkomulag milli okkar og hvers viðskiptavinar en við reynum ávallt að vera svegjanleg.
Einnig bjóðum við uppá nærfatnað, skó og skart, yfirhafnir, hárksraut og allskonar fylgihluti fyrir brúðir og fylgifiska þeirra.

Saga okkar í stuttu  máli er þessi:
Við byrjuðum að hanna og sauma brúðarkjóla fyrir litla verlsun sem við rákum í miðbæ Reykjavíkur árið 2010.

Fyrsta brúðarkjólalínan okkar var samansett af 10 mismunandi flíkum, brúðarkjólum, brúðarpilsum, brúðar toppum og blússum sem blanda mátti saman á mismunandi vegu. Við höfum vaxið og dafnað frá árinu 2010 og í dag rekum við vef verslunina www.brudarkjolar.beggadesign.com og einnig sýningar og mátunarrými á laugavegi 168, Reykjavík þar sem við tökum á móti viðskiptavinum okkar í mátun.
Í dag samanstendur brúðarkjóla línan okkar af yfir 70 mismunandi flíkum og við erum enn að vaxa.

Með brúðarlínu okkar viljum við gefa konum sem ekki vilja gifta sig í þessum stífa og hefðbundna brúðarfatnaði fleiri valmöguleika. Við hönnum brúðarfatnað sem er þægilegur tíkufatnaður, samt tímalaus og einstakur og umfram allt fyrir allan vöxt og smekk.

Hugmyndin á bakvið brúðarlínuna okkar er að hver brúður geti blandað saman þeim fíkum sem henta henna best og gæti þannig hannað sitt egið lúkk. Einnig er hægt að nota margar af flíkunum okkar eftir brúðkaupsdaginn við Annan fatnað, þannig að brúðardressið hefur notagildi ekki aðeins fyrir einn dag.