Sigrún Brúðarkjóll án slóða

Síður brúðarkjóll með efrihluta úr blúndu, gross grain hattaborða í mittið og léttu tveggja laga shiffon pilsi. Mjúkt crepe fóður.  Ósýnilegur rennilás að aftan. Blúndan er gegnsæ og ófóðruð til að hver og ein geti ákveðið hvernig toppur er notaður er undir, það er að segja, með eða án hlýra, tegju toppur eða corselett o.s.frv.
þennan kjól er hægt að kaupa með eða án slóða, slóðanum er smellt á kjólinn í mittinu auðveldur að setja á og taka af. Kjóllin kemur ekki með belti því það eru mörg mismunadi sem fara afar fallega við hann. Á þessari mynd er fyrirsætan með Simple Bow Belt, sem fæst í fylgihluta deildinni okkar.
Mjög hentugur tækifæris kjóll, ekki aðeins til að gifta sig í.
þurrhreinsun
Hand þvottur
Hengja til þerris
Strauja á 2 punktum á rönguni, má nota gufu.
Efri hluti: 55% nylon, 45% rayon
Pils: 100% Polyester
Fóður: 100% Polyester

*hægt er að fá  þennan kjól með þremur týpum af ermum (stuttar, franskar eða síðar) Frekari upplýsingar færðu hjá info@beggadesign.com
*Kjóllinn er 120cm síður frá mitti og niður til að henta þeim allra hæstu. Líklega er þörf á að láta stytta hann eftir þörfum hverrar og einnar. Best er að láta falda flíkina í skónum sem verða notaðir við hana til þess að útkoman verði sem best.

105,200kr.

Clear
In Stock