Lauren Brúðarkjóll

Síður brúðarkjóll úr silkimjúku shiffon efni, extra mjúk viðkoma og falleg áferð. Gross grain borði (hatta borði) í mittið með náttúrulegum perlum og steinum eins og Kvars, Agata og Kristal. Rykking á öxlum og í mitti. Satín borði til að binda að aftan þannig er hægt að binda í mittið og aðlaga Kjóllinn að mismunandi stærðum. Faldurinn er með “torn fabric effect” það er að segja efnið er rifið í sundur og ekki faldað, þannig er auðvelt að stytta kjólinn eftir þörf, aðeins þarf að fara yfir saumana í faldinum til þess að þeir rakni ekki upp. En efnið sjálft rakknar ekki upp.
Undirkjóll úr tegjanlegu lykra efni fylgir með.
Handþvottur með mjúku þvotta efni og mýkingarefni í lokin, ekki nudda efni.
Hengja til þerris Strauja á 2 punktum á rönguni með gufu.
*Kjóllinn er 120cm síður frá mitti og niður til að henta þeim allra hæstu. Líklega er þörf á að láta stytta hann eftir þörfum hverrar og einnar. Best er að láta falda flíkina í skónum sem verða notaðir við hana til þess að útkoman verði sem best. Shiffon: 100% polyester Undirkjóll
*Hægt er að panta þessa flík í silki en það breytir verði og getur tekid um mánuð í vinnslu. Hafðu samband við info@beggadesign.com varðandi frekari fyrirspurnir.

94,500kr.

Clear
In Stock